Vegna fréttaflutnings af brottnámi ungrar stúlku í Vesturbæ Reykjavíkur vill SAMFOK koma eftirfarandi á framfæri. Viðbrögð við svo skelfilegum atburði er vandmeðfarin og mega ekki verða til þess að vekja upp óþarfa hræðslu eða tortryggni hjá börnum en foreldrar ættu þó að ræða á almennum nótum við börn sín um þær hættur sem geta verið í umhverfinu og möguleg viðbrögð. Gæta þarf þess að varpa aldrei ábyrgðinni á barnið sjálft. SAMFOK vill einnig benda foreldrum og öllum þeim sem vinna með börnum eða að málefnum þeirra á vefinn www.verndumborn.is. Þar má finna upplýsingar um hvers kyns ofbeldi gegn börnum, s.s. líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Samtökin Barnaheill standa á bak við vefinn og þau gefa einnig út bókina „Þetta er líkami minn“ sem fæst endurgjadslaust á heilsugæslustöðvum en einnig má nálgast eintak á skrifstofu samtakanna.
Skilaboð til foreldra
Sirrý2018-03-13T23:30:41+00:00