Mynd af tveimur brosandi stelpum. Önnur ljóshærð og ljós yfirlitum hin dökkærð og dökk yfirlitum.

Foreldrafélag Austurbæjarskóla hefur látið útbúa skilaboðaskjóðu með helstu skilaboðum sem fara á milli foreldra vegna bekkjar- og foreldrasamstarfs, á 10 tungumálum.  Skilaboðaskjóðuna má finna á heimasíðu Austurbæjarskóla.

Bekkjarfulltrúar og foreldrar geta prentað út tilkynningar um bekkjarstarf eða boð í afmæli á viðeigandi tungumálum eftir að hafa ráðfært sig við umsjónarkennara og heftað við tilkynningu eða töskupóst sem dreift er í bekknum. Eyðublöðin eru einnig á íslensku, þannig að erlendir foreldrar geta nýtt sér þau til að bjóða í afmæli hjá sínum börnum.