Opinn fulltrúaráðsfundur SAMFOK verður haldinn í Fellaskóla miðvikudaginn 5. apríl 2017 kl. 18.00 – 19.30.  Umræðuefnið er Skóli án aðgreiningar – menntun fyrir alla.

Fundarstjóri verður Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Erindi:

Hvernig gengur okkur að starfa eftir stefnunni, skóli án aðgreiningar?
Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOK og foreldri einhverfs barns.

Skóli án aðgreiningar í Fellaskóla.
Fellaskóli er handhafi minningarverðlauna Arthúrs Morthens 2017. Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir, skólastjóri Fellaskóla.

Að tilheyra skólum án aðgreiningar.
Kristín Björnsdóttir, dósent og Katrín Guðrún Tryggvadóttir, dagskrárgerðarkona og háskólanemi.

Eftir erindin verða umræður. Þar gefst foreldrum tækifæri til að deila reynslu, þekkingu og skoðun á skóla án aðgreiningar. Markmiðið er að búa til vettvang þar sem við getum smátt og smátt öðlast sameiginlegan skilning á skólastefnunni skóli án aðgreiningar og hvað felst í menntun fyrir alla.

Fundurinn er opinn öllum foreldrum grunnskólabarna í Reykjavík.

Boðið verður upp á góðar veitingar, samlokur, ávexti, kaffi og konfekt.
Skráning fer fram hér: https://goo.gl/forms/eshO5bKumVehQX922

Hér er viðburðurinn á facebook .

Frétt um úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar.
https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/uttekt-a-framkvaemd-stefnu-um-menntun-an-adgreiningar

Aðalfundur SAMFOK 2017 verður haldinn að loknum fulltrúaráðsfundi þar sem fram fara hefðbundin aðalfundarstörf.

 

Skjámynd af fundarboði