SAMFOK vill benda forsvarsmönnum foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur á, að í tilefni af 30 ára afmæli SAMFOK eru foreldrafélög hvött til að sækja um styrki Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur til verkefna sem eflt geta samstarf foreldra við skóla- og frístundastarf. Vill borgin með þessu sýna stuðning sinn við foreldrastarf í borginni í verki.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. október n.k. og skal umsóknum skilað á sérstökum eyðublöðum sem er að finna á http://www.reykjavik.is/styrkir. Hægt er að sækja um verkefni sem munu eiga sér stað á árinu 2014 og gert er ráð fyrir að veita fremur fleiri en minni styrki.
Um að gera að láta hugmyndaflugið ráða, en án ábyrgðar gætu styrkumsókir mögulega snúið að fræðslu fyrir foreldra um vímuefnavarnir, kynheilbrigði, samskipti, uppeldi, slysavarnir o.fl. Einnig má nefna heimasíðugerð foreldrafélaga, samstarfsfundi, samstarfsverkefni eða málþing um mál sem brenna á foreldrum, hvers kyns átaksverkefni, svo sem stuðning við foreldra af erlendum uppruna, stuðning við foreldra barna með sérþarfir, átak gegn einelti, átak til að stuðla að betri námsárangri og líðan barna og fleira og fleira.