Mynd með texta: Stefna um skóla án aðgreiningar. Spuringar til framboða fyrir þingkosningar

Í dag sendu SAMFOK f.h. þrýstihóps um bætta þjónustu við börn með geðrænan vanda, fötlun eða aðra sérstöðu, spurningalista til allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningum þann 29. október næstkomandi.

14 hagsmunasamtök standa saman að gerð spurninganna; SAMFOK, Barnaheill – Save the Children á Íslandi, ADHD samtökin, Einhverfusamtökin, Sjónarhóll, Olnbogabörn, Umboðsmaður barna, Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Landssamtökin Þroskahjálp, Umhyggja – félag langveikra barna, UNICEF á Íslandi, Foreldraráð Hafnarfjarðar, Málefli og Tourette-samtökin.

Að mati hópsins skortir verulega á að þjónusta við ofangreindan hóp barna uppfylli mannréttindaákvæði og lagaskyldu. Því vill hópurinn vekja athygli stjórnmálaflokkanna á ábyrgð þeirra á málefninu og mikilvægi þess að verulega verði bætt úr á næsta kjörtímabili.

Hópurinn óskar svara við spurningunum fyrir þann 20. október og verða svörin birt opinberlega á heimasíðu SAMFOK.

Spurningarnar má sjá hér: Spurningar til stjórnmálaflokka 2016.