Í apríl hlaut SAMFOK þann heiður að vera tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins fyrir verkefnið Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi. Verðlaunin hafa verið veitt síðan árið 2006 og eru þau hugsuð til þess að vekja athygli á því sem vel er gert í samfélaginu. Auk SAMFOK voru tilnefnd Frú Ragnheiður sem er skaðaminnkunarverkefni fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu og Kvenfélagið Hringurinn sem vinnur að líknar og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Hringurinn hlaut verðlaunin og við óskum þeim innilega til hamingju.

Það var mjög ánægjulegt að vera tilnefnd til þessara verðlauna ásamt þessum frábæru verkefnum og sýnir það okkur hversu mikilvægt verkefnið er. Allar upplýsingar um verkefnið, m.a. glærur og upptökur má finna hér: Allir með – tölum saman um skólamenningu á Íslandi.