SAMFOK, samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, þakkar foreldrum sem gáfu af tíma sínum í vetur með því að sitja í stjórn foreldrafélags eða í skólaráði. Sem þakklætisvott færum við þessum foreldrum litla birkiplöntu og leggjum þannig okkar lóð á vogarskálarnar í loftslagsmálum.

SAMFOK hefur fengið úthlutað landnemareit í Heiðmörk þar sem hægt verður að gróðursetja tréið og vonandi náum við að mynda þar stóran og fallegan fjölskylduskóg og verða allar upplýsingar um reitinn og gróðursetningu trjánna að finna hér. Að sjálfsögðu má þó gróðursetja tréið hvar sem ykkur hentar.

Til að plantan dafni sem best mælum við með því að þið setjið hana í lítinn pott fram að gróðursetningu og hafið moldina raka. Best er ef hún getur staðið úti eða á svölum stað.

SAMFOK óskar nemendum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars og hlakkar til að starfa með ykkur næsta vetur.