Guðrún Valdimarsdóttir fyrrverandi formaður SAMFOK og varaþingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík bar m.a. fram eftirfarandi fyrirspurn til mennta- og menningarmálaráðherra í vor:

Er til opinber stefna um hollustu skólamáltíða, svo sem eins og um næringarinnihald hverrar máltíðar og hlutfall af unnum kjöt- og fiskvörum? 

Í stuttu máli er svar ráðuneytisins að “í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldskóla og nýjum aðalnámskrám árið 2011 birtist sú menntastefna sem unnið er eftir í landinu. Þar er skólum sett það markmið að tryggja börnum og ungmennum holla og góða næringu, m.a. með skólamáltíðum. Ekki er vísað sérstaklega til viðmiða um næringarinnihald hverrar máltíðar og hlutfall af unnum kjöt- og fiskvörum eins og nefnt er í fyrirspurninni heldur vísað til almennra manneldis- og lýðheilsumarkmiða.”  Fullt svar og svar við öðrum fyrirspurnum Guðrúnar af svipuðum toga má sjá hér á vef Alþingis.