SAMFOK (samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík) var stofnað 1983 og eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkur.

Markmið SAMFOK eru:

  1. að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska,
  2. að beita sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf,
  3. að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum,
  4. að efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni

Framtíðarsýn SAMFOK

SAMFOK beitir sér fyrir frábæru skólastarfi í grunnskólum ReykjavíkurSAMFOK leiðir þig og börnin þín inn í framtíðarsamfélag sem býður upp á úrvals skólastarf, þar sem ALLIR nemendur eiga að njóta sín. Með skilningi á þörfum foreldra og barna þeirra, sérfræðiþekkingu og frumkvæði, veitum við þá þjónustu sem foreldrar í Reykjavík þarfnast.

Við skiljum hversu mikil áhrif skólastarfið hefur á alla fjölskylduna og ætlum okkur að að standa vörð um réttindi barna til menntunar og þroska með því að að beita okkur fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf og að vera sameiginlegur málsvari foreldra gagnvart stjórnvöldum. Við viljum einnig efla samstarf aðildarfélaganna og annast sameiginleg verkefni. Þetta er sú staðsetning sem SAMFOK ætlar að standa fyrir.