Fulltrúaráð SAMFOK
Fulltrúaráð SAMFOK er skipað formönnum foreldrafélaga í grunnskólum Reykjavíkur og fulltrúum foreldra í skólaráði. Það eru því þrír einstaklingar frá hverjum skóla sem sitja í fulltrúaráðinu. Komist þessir aðilar ekki á fundi mega þeir senda varamann úr stjórn eða skólaráði í sinn stað.
Fulltrúaráðið hittist að minsta kosti tvisvar á ári og oftar ef þarf. Einn fulltrúaráðsfundur er á haustönn og einn á vorönn og er hann þá í tengslum við aðalfund SAMFOK.
Fulltrúar í fulltrúaráðinu geta beðið um að ákveðið mál sé tekið til meðferðar á fulltrúaráðsfundi með því að gera skriflega kröfu þar um til stjórnar SAMFOK fjórum dögum fyrir fundinn.
Fulltrúaráðið er með Facebook-hóp og af og til fá fulltrúarnir tölvupóst frá SAMFOK um málefni tengdum foreldrastarfi.
Fulltrúaráðið starfar samkvæmt lögum SAMFOK.