Mynd af fundarboðun á Ertu klár? Framhaldsskólafundinn.

Fundurinn var haldinn í Menntaskólanum við Hamrahlíð þann 30. mars 2016 fyrir foreldra og nemendur í 10. bekk grunnskóla í samstarfi við Menntamálastofnun. Fundurinn var vel sóttur og mjög upplýsandi hvað varðar inntöku nýnema í framhaldsskóla.

Við þökkum öllum þeim foreldrum og nemendum sem lögðu leið sína upp í MH og tóku virkan þátt í umræðum. Sérstakar þakkir fær Brynhildur Sigurðardóttir skólastjóri í Garðaskóla fyrir röggsaman fundarstjórn og fulltrúar allra framhaldsskólanna á höfuðborgarsvæðinu fyrir þátttöku í pallborði.

Hér er slóð á upptökurnar sem er skipti í tvennt fyrir og eftir hlé.
Hér má sjá dagskrá fundarins.
Hér er slóð á viðburðinn á fésbókinni

Hér má nálgast bækling menntamálastofnunar um nýtt námsmat og inntöku í framhaldsskóla sem var dreift til allra foreldra og nemenda í 10. bekk nýlega
Hér á menntagátt má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi innritun í framhaldsskólana, lista yfir framhaldsskólana kynningarfyrirlestur og ýmislegt fleira.

Bendum foreldrum og nemendum til að nýta sér þessa fésbókarsíðu Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldskólana