Allir með
tölum saman um skólamenningu á Íslandi

SAMFOK í samstarfi við Móðurmál og einstaka móðurmálsskóla á höfuðborgarsvæðinu munu standa fyrir málþingum um skólamál með fókus á erlenda foreldra, núna á starfsárinu 2017-18. Fjallað verður um það sem einkennir skóla- og frístundastarf á Íslandi, samstarf foreldra og skóla og virkt fjöltyngi barna. Haldin verða 10 málþing á helstu tungumálunum. Erindin verða flutt ýmist á íslensku eða viðkomandi tungumáli, alltaf túlkuð.  Markmiðið með málþingunum er að fræða foreldra og skapa vettvang til að tala saman um skólamenningu á Íslandi og áhuga, ábyrgð og áhrif foreldra á nám og vellíðan barna sinna.

Málþingin verða haldin ýmist á laugardögum og sunnudögum í Hólabrekkuskóla, Fellaskóla, Álfhólsskóla og hjá Stofnun múslima á Íslandi á meðan móðurmálskennsla tví- og fjöltyngdra barna fer fram. Málþingin verða 2,5 tími að lengd.

Allir skólaforeldrar á höfuðborgarsvæðinu eru velkomnir, ókeypis aðgangur.

Plakat – yfirlit yfir dagskrána 2017-18 má nálgast hér: Heildarplakat

Glærur

Glærurnar á íslensku eru hér fyrir neðan. Glærurnar eru allar þýddar yfir á viðkomandi mál og verða birtar á viðeigandi undirsíðum hér á vefnum okkar.

Við, börnin okkar og skólinn – áhugi, ábyrgð og áhrif

Samstarf foreldra og skóla um námið og velferð barna

Móðurmál barna – virkt fjöltyngi

Börnin, frítíminn og frístundir

 

Dagskrá

Laugardaginn 4. nóvember kl. kl. 11.15 – 13.45 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir spænskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: Todos juntos. Hablemos del sistema escolar islandés

Laugardaginn 18. nóvember kl. kl. 9.30 – 12.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir pólskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: Wszyscy razem – Porozmawiajmy o kulturze szkolnictwa w islandii

Laugardaginn 20. janúar kl. 12.30 – 15.00 í Fellaskóla
Málþing fyrir litháískumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: Visi kartu – kalbėkimės apie mokyklų kultūrą Islandijoje

Laugardaginn 27. janúar kl. kl. 12.00 – 14.30 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir filippseyskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: SAMA-SAMA TAY0 – na mag-usap tungkol sa edukasyon sa Iceland

Sunnudaginn 11. febrúar kl. 13.15 – 15.45 í Álfhólsskóla
Málþing fyrir víetnömskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: CÙNG NHAU THAM GIA – thảo luận về văn hoá trong giáo dục ở Băng Đảo

Laugardaginn 24. febrúar kl. kl. 14 – 16:30 á Bókasafni Kópavogs
Málþing fyrir rússneskumælandi foreldrara / úkraínskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: ВСЕ ВМЕСТЕ – Поговорим о школьной культуре в Исландии

Sunnudaginn 4. mars kl. 13.15 – 15.45 í Álfhólsskóla Hjalla
Málþing fyrir tælenskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: ทุกคนร่วมกัน – เสวนาเกี่ยวกับวัฒนธรรมการศึกษาในประเทศไอซ์แลนด์

Laugardaginn 17. mars kl. kl. 11.15 – 13.45 í Hólabrekkuskóla
Málþing fyrir portúgölskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: TODOS JUNTOS – falemos sobre a cultura escolar na Islândia

Laugardaginn 14. apríl kl. kl. 13.00 – 15.30 að Hallveigarstöðum
Málþing fyrir enskumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: COME ALONG – let’s discuss the school culture in Iceland

Laugardaginn 21. apríl kl. kl. 15.00 – 17.30 í Skógarhlíð 20
Málþing fyrir arabískumælandi foreldra
Hér má finna viðburðinn á Facebook: معا نتحدث عن مجتمع التعليم في بلدنا ايسلاندا – جميعنا سواء 

Uppfært 30. apríl.2018