Strákur í pappakassa

Þrýstihópur um bætta þjónustu við börn

SAMFOK hefur undanfarin ár starfað með fjölda samtaka í þrýstihópi sem berst fyrir bættri þjónustu við börn. Samstarfið má rekja til ársins 2015 þegar SAMFOK, ásamt fjölda samtaka sendu frá sér áskorun til alþingismanna, borgarfulltrúa í Reykjavík, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjölmiðla um málefni sem betur þyrftu að fara vegna skóla án aðgreiningar. Áskorunina má lesa hér: Áskorun 2015  (PDF) og Áskorun 2015 (textaform).

Upp frá því fóru samtökin að hittast og spjalla saman um þessi málefni og voru fulltrúar þeirra sem undir fyrri áskorunina rituðu kallaðir á fund hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga til þess að ræða þessi mál.

Önnur áskorun var send út árið 2016 vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónstu við börn og unglinga. Skýrsluna má lesa hér á vefsíðu Ríkisendurskoðunar: Geðheilbrigðisþjónusta við börn og unglinga – Annað og þriðja þjónustustig
Áskorunin er hér: Áskorun 2016 (PDF) og áskorun 2016 (textaform).

Út frá fundinum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga var ákveðið að halda málþing, eða lausnaþing eins og við kusum að kalla það og var það haldið 28. apríl 2016. Lausnaþingið gekk framar vonum og mætti mikill fjöldi til að hlusta á frábær erindi um málefni barna sem passa ekki í kassa. Hér má sjá viðburðinn á Facebook: Lausnaþing um málefni barna sem passa ekki í kassa.

Upptökur frá málþinginu má finna á Youtube-síðu SAMFOK. Hér eru líka tenglar á hvert erindi fyrir sig. Því miður urðu tæknilegir öðruleikar til þess að ekki tókst að taka upp tvö erindi.