Þann 27. apríl 2016 stóð þrýstihópur um bætta þjónustu við börn að Lausnaþingi um málefni barna sem passa ekki í kassa.
Upptökur frá málþinginu má finna hér.
Jakob Rúnarsson, deildarstjóri á stjórnsýslusviði Ríkisendurskoðunar
Kynning á helstu forsendum og niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á öðru og þriðja þjónustustigi.
Evald Sæmundsen PhD, sviðsstjóri rannsókna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Erindi: Þjónusta við börn – ýmsar pælingar.
Erna og Steinunn, mæður.
Erindi: Að eiga barn með fjölþættan vanda
Kristín Björnsdóttir og Haukur Guðmundsson. Kristín er dósent í fötlunarfræði, umsjónarmaður starfstengds diplómanáms og nýr umsjónarmaður námsbrautar um sérkennslu. Haukur er háskólanemi.
Erindi: Samvinna í skóla án aðgreiningar.
Amanda Watkins, aðstoðarforstjóri Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir, kynnir úttekt á framkvæmd skóla án aðgreiningar hér á landi sem Evrópumiðstöðin annast á þessu ári. Hún kynnir einnig lauslega starfsemi Evrópumiðstöðvarinnar.
Pallborð