Námskeið fyrir bekkjarfulltrúa í Sæmundarskóla, Ingunnarskóla og Dalskóla. Námskeiðið verður haldið í Sæmundarskóla.
Í hverjum bekk eiga að vera bekkjarfulltrúar sem sjá um skipulagningu foreldrastarfs í bekknum. Það er ekki bekkjarfulltrúanna að sjá um allt heldur virkja fólk með sér.
Á bekkjarfulltrúanámskeiðunum er fjallað um foreldrastarf og til hvers við erum að standa í því. Farið er í hlutverk bekkjarfulltrúans, hvað fellst í því og sagt frá ýmsum hugmyndum um hvernig má byggja upp góðan bekkjaranda og hvernig foreldrar eru einn mikilvægasti hlekkurinn þegar kemur að forvörnum.