Frumsýning á forvarnar-myndböndum

Loading Events

SAMFOK, Heimili og skóli og Rannsóknir og greining, hafa með stuðningi frá Reykjavíkurborg látið útbúa stutt forvarnarmyndbönd til foreldra sem dreift verður á samfélagsmiðlum. Í myndböndunum er lögð áhersla á hina verndandi þætti sem skipta máli þegar kemur að forvörnum eins og til dæmis samveru foreldra og barna, þátttöku í foreldrastarfi og hverfisrölti, að leyfa ekki eftirlitslaus partý, ábyrga skjánotkun og svefn.

Föstudaginn 27. september kl. 17 verður frumsýningarveisla og eru öll velkomin.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

Staðsetning: Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

 

Share This Post, Choose Your Platform!

Go to Top