Fulltrúaráðsfundur

Loading Events

16. nóvember kl. 19:30 verður fulltrúarúðsfundur SAMFOK að Háaleitisbraut 13, 4. hæð.

Við byrjum fundinn á að við kynnum fyrir ykkur stefnumótun og framtíðarsýn stjórnar SAMFOK og fáum að heyra hvað er efst á baugi hjá ykkur. Í hléi verður boðið upp á léttar veitingar. Eftir hlé fáum við svo kynningu á STEFNUmóti sem haldið var í Vogaskóla. Upplýsingar um það má nálgast hér: STEFNUmót

Fulltrúaráðsfundirnir eru frábært tækifæri til að hitta fleira fólk í foreldrastarfi og fá að heyra hvað gengur vel í öðrum skólum. Læra hvert af öðru.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Skráning

 


Hver skóli á þrjá fulltrúa í fulltrúaráði SAMFOK. Ef þið hafið einhverjar spurningar endilega hafið samband á samfok@samfok.sveinng.com

Um fulltrúaráðið í lögum SAMFOK:
4. gr. Fulltrúaráð
Fundur skal haldinn samkvæmt ákvörðun stjórnar eða að kröfu tíunda hluta fulltrúaráðsmanna. Formenn foreldrafélaga grunnskóla Reykjavíkur og fulltrúar foreldra í skólaráði skipa fulltrúaráð SAMFOK. Þeim er heimilt að senda varamann úr stjórn foreldrafélags eða skólaráði í sinn stað. Fulltrúaráðið kemur saman a.m.k. tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir. Fulltrúaráðsfundur að vori er jafnframt aðalfundur SAMFOK.
Hver fulltrúaráðsmaður á rétt á að fá ákveðið mál tekið til meðferðar á fulltrúaráðsfundi ef hann gerir skriflega kröfu um það til stjórnar a.m.k. fjórum dögum fyrir boðaðan fulltrúaráðsfund. Meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála á fulltrúaráðsfundum nema annað sé ákveðið í samþykktum þessum.

Share This Post, Choose Your Platform!

Go to Top