Fulltrúaráðsfundur SAMFOK

Loading Events

Síðari fulltrúaráðsfundur SAMFOK á starfs­árinu 2017-2018 verður haldinn í Foldaskóla miðvikudaginn 23. maí kl. 18:45 – 20.

Fulltrúaráð SAMFOK er skipað formönnum foreldrafélaga grunnskólanna og skólaráðsfulltrúum foreldra. Á fulltrúaráðsfundum, sem haldnir eru tvisvar á ári, fer fram gagnkvæm miðlun reynslu og upplýsinga um foreldrastarf, hverjar eru helstu áskoranirnar og hvað hefur gengið vel. Fundirnir eru því mikilvægur vettvangur fyrir SAMFOK og foreldra sem hafa tekið að sér trúnaðarstörf í sínu skólasamfélagi til að hittast og læra af hvort öðru. Á þessum fundi munum við leggja sérstaklega áherslu á samstarf foreldrafélaga innan hverfa.

Foreldrafélögin í Breiðholti hafa starfað formlega saman í nokkur ár en stjórnir foreldrafélaganna hittast regluleg ásamt skólastjórnendum. Fulltrúar frá foreldrafélögunum ætla að koma og kynna fyrir okkur samstarfið, hvað fellst í því og hvernig það er útfært. Þetta samstarf er til mikillar fyrirmyndar og við hvetjum alla úr fulltrúaráðinu til að koma og kynnast þessu nánar.

Boðið verður upp á léttan kvöldverð.

Skráning fer fram hér: Fulltrúaráðsfundur

Share This Post, Choose Your Platform!

Go to Top