Mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 20 verður SAMFOK með námskeið fyrir stjórnir foreldrafélaga í grunnskólum í Reykjavík. Námskeiðið er frítt fyrir þá skóla sem greiða árgjald SAMFOK.
Á námskeiðið getur mætt einn stjórnarmeðlimur, nokkrir eða allir. Allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.
Námskeiðið er sérstaklega hugsað fyrir þau sem eru ný í foreldrastarfinu eða þurfa að rifja aðeins upp. Farið verður í tilgang foreldrafélaga og hlutverk þeirra og gefin ráð um hvernig við höldum úti öflugu foreldrastarfi.
Námskeiðið fer fram á Háaleitisbraut 13, 4. hæð. Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi sunnudaginn 3. nóvember: Skráning
Námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka fæst.